Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Golfklúbburinn Leynir fékk endurnýjun viðurkenningar

02.12.2015

Golfklúbburinn Leynir á Akranesi fékk afhenta í gær endurnýjun viðurkenningar félagsins sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ afhenti framkvæmdastjóra klúbbsins, Guðmundi Sigvaldasyni, viðurkenninguna.

Golfklúbburinn Leynir er 50 ára á þessu ári og afhenti Hafsteinn félaginu Íþróttabókina að gjöf af því tilefni.

Meðfylgjandi er mynd af því þegar Hafteinn (til hægri) afhendir Guðmundi viðurkenninguna.