Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

Handknattleiksdeild Selfoss fyrirmyndardeild ÍSÍ

30.12.2015Handknattleiksdeild Selfoss fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem fyrirmyndardeild ÍSÍ 18. desember síðastliðinn.  Viðurkenningin var afhent í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í hálfleik stórleiks Selfoss og Mílunnir í mfl. karla í handknattleik.
Það var Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sem afhenti viðurkenninguna formanni deildarinnar Jóni Birgi Guðmundssyni.  Á myndinni eru frá vinstri: Hafsteinn Pálsson, Elvar Örn sem var markahæstur í leiknum með 11 mörk, þá faðir hans Jón Birgir formaður handknattleiksdeildarinnar og loks faðir Jóns Birgis, Guðmundur Kr. Jónsson sem er formaður Ungmennafélags Selfoss.  Þarna eru því þrír ættliðir saman komnir með Hafsteini.