Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Verðlaunapeningar Vetrarólympíuleika ungmenna

28.01.2016

Það er líklega draumur flestra þátttakenda á Vetrarólympíuleikum ungmenna, sem settir verða í Lillehammer í Noregi 12. febrúar næstkomandi, að vinna til verðlauna á leikunum. Nú hafa verðlaunapeningar leikanna verið kynntir en A-hlið þeirra er hönnuð af Ciprian Burzo, 20 ára, frá Rúmeníu. Ciprian vann hönnunarsamkeppni Alþjóðaólympíunefndarinnar en alls bárust 300 tillögur að hönnun verðlaunapeninganna frá 65 löndum. Hönnunin ber yfirskriftina "To the top" sem útleggja mætti sem „Á toppinn” og hefur skírskotun til skandinavískra fjalla, veturs, íss, skauta, skíða og verðlaunapallsins. B-hlið verðlaunapeninganna sýnir merki leikanna en merkið var hannað af fjórum norskum nemendum.

Myndir með frétt