Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Næst síðasta keppnisdegi Íslendinga lokið í Lillehammer

18.02.2016Í dag kepptu þau Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir í svigi og Dagur Benediktsson í 10 km göngu á Ólympíuleikum ungmenna í Lillehammer. Hólmfríður Dóra náði ekki að ljúka keppni í fyrri umferð. Dagur endaði í 42. sæti á tímanum 28:14,2. Þar með hafa þau bæði lokið keppni á leikunum. Í fyrramálið keppir Bjarki Guðjónsson í svigi drengja, er það síðasti keppnisviðburður sem íslensku krakkarnir taka þátt í. Meðfylgjandi eru svipmyndir frá deginum í dag.

Myndir með frétt