Úthlutun úr Ferðasjóði íþróttafélaga
Búið er að úthluta styrkjum úr Ferðasjóði íþróttafélaga til íþrótta- og ungmennafélaga, vegna keppnisferða innanlands ársins 2015. Til úthlutunar að þessu sinni voru 82 milljónir króna. Styrkirnir eru greiddir beint til félaga og deilda en hér fyrir neðan má sjá samantekt á skiptingunni tekið saman pr. íþróttahérað. Afar mismunandi er hversu mörg félög eiga aðild að hverju héraði og hversu mörg félög innan hvers héraðs sækja um styrki úr sjóðnum. Fyrir úthlutunina í fyrra var tekin inn ný breyta í útreikningi styrkja úr sjóðnum, svokallaður landsbyggðarstuðull, sem hækkar útgreiðsluprósentuna í þrepum hjá félögum utan höfuðborgarinnar og nærsveita hennar. Þetta er í annað sinn sem úthlutað eftir þessari aðferð. Þetta hefur aukið hlut landsbyggðarinnar í úthlutun sjóðsins.
Að þessu sinni bárust sjóðnum 245 umsóknir frá 118 félögum úr 22 íþróttahéruðum vegna 2.742 keppnisferða í 22 íþróttagreinum. Heildarupphæð umsókna var kr. 427.990.778,-. Þau félög sem sóttu um styrk geta nú farið inn í umsókn sína í gegnum vefslóðina sem fylgdi stofnun umsóknarinnar og séð skiptingu styrkja pr. ferð.
Á Fjárlögum Alþingis er gert ráð fyrir 100 milljónum króna í Ferðasjóð íþróttafélaga vegna keppnisferða ársins 2016.
| Heiti | Úthlutun samtals |
| HHF | 196.936 |
| HSH | 2.344.560 |
| HSK | 2.940.714 |
| HSS | 11.190 |
| HSV | 3.533.149 |
| HSÞ | 2.060.328 |
| ÍA | 315.310 |
| ÍBA | 22.950.911 |
| ÍBH | 2.532.673 |
| ÍBR | 9.623.077 |
| ÍBV | 8.273.135 |
| ÍRB | 1.060.625 |
| ÍS | 952.712 |
| UÍA | 11.097.487 |
| UÍF | 816.917 |
| UMSB | 61.201 |
| UMSE | 1.099.883 |
| UMSK | 5.868.466 |
| UMSS | 2.926.497 |
| USAH | 16.178 |
| USÚ | 2.849.146 |
| USVH | 467.857 |