Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Valdimar endurkjörinn formaður

26.02.2016

Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal miðvikudaginn 24. febrúar síðastliðinn. Valdimar Leó Friðriksson var endurkjörinn formaður UMSK en Valdimar hefur verið formaður sambandsins síðan árið 2000. Öll stjórn sambandsins var einnig endurkosin. Á þinginu voru veittar viðurkenningar bæði til sjálfboðaliða og til íþróttamanna. Íþróttakarl UMSK 2015 var valinn sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson og Íþróttakona UMSK lyftingakonan Fanney Hauksdóttir. Lið ársins var valið kvennalið Stjörnunnar í hópfimleikum, Sundmaður UMSK Brynjólfur Óli Karlsson Breiðablik, Skíðakona UMSK Erla Ásgeirsdótir Breiðablik, Frjálsíþróttamaður UMSK Sindri Hrafn Guðmundsson, Danspar UMSK  Gylfi Már Hrafnsson og María Tinna Hauksdóttir HK, Fimleikakona UMSK Norma Dögg Róbertsdóttir Gerplu og Félagsmálaskjöld UMSK hlaut Guðmundur Oddsson GKG,

Vel var mætt á þingið og gengu þingstörf vel fyrir sig. Fulltrúi ÍSÍ á fundinum var Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdsatjórn ÍSÍ.  UMSK, UMFÍ og ÍSÍ veittu einstaklingum innan UMSK heiðursviðurkenningar á þinginu.  Þrír einstaklingar voru sæmdir Silfurmerki ÍSÍ, þau Jóhann Steinar Ingimundarson, Stjörnunni, Guðrún Kristín Einarsdóttir Umf. Aftureldingu og Grétar Kristjánsson Breiðabliki. Guðmundur Jónsson Breiðabliki var sæmdur Gullmerki ÍSÍ. Á myndinni má sjá handhafa heiðursviðurkenninga ÍSÍ, ásamt Hafsteini Pálssyni formanni Heiðursráðs ÍSÍ.