Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20

Keflavík fyrirmyndarfélag ÍSÍ

29.02.2016Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag fékk fyrirmyndarfélagsviðurkenningu fyrir sjö deildir sínar á aðalfundi félagsins 25. febrúar síðastliðinn.  Blakdeildin, yngsta deild félagsins fékk sína fyrstu viðurkenningu og endurnýjanir voru veittar til knattspyrnudeildar, körfuknattleiksdeildar, badmintondeildar, fimleikadeildar, skotdeildar og sunddeildar. Það var Sigríður Jónsdóttir ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ og jafnframt formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti viðurkenningarnar.  Félagið er jafnframt fyrsta félagið sem fékk viðurkenningu frá ÍSÍ sem fyrirmyndarfélag og var það árið 2003.  Félagið hefur endurnýjað viðurkenningarnar allar götur síðan en það þarf að gera á fjögurra ára fresti.  Smári Helgason formaður unglingaráðs tók við viðurkenningunni fyrir hönd knattspyrnudeildar, Skúli Jónssson gjaldkeri unglingaráðs fyrir körfuknattleiksdeild, Dagbjört Ýr Gylfadóttir gjaldkeri fyrir badmintondeild, Halldóra B. Guðmundsdóttir formaður fyrir fimleikadeild, Kári Gunnlaugsson varaformaður Keflavíkur fyrir skotdeild og Hilmar Örn Jónasson formaður fyrir sunddeildina.  

Myndir með frétt