Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27.03.2025 - 27.03.2025

Ársþing HSK 2025

Ársþing Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK)...
27.03.2025 - 27.03.2025

Ársþing ÍS 2025

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
25

Vorfjarnám í þjálfaramenntun í fullum gangi

11.03.2016

Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs er nú í fullum gangi.  Vika 5 af 8 er nú að líða á 1. stigi og námi á 2. stigi er að ljúka um helgina.  Um 50 nemendur eru í þessu fjarnámi en námið gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Nemendur koma frá fjölmörgum íþróttagreinum og eru búsettir mjög víða um landið.  Sérgreinaþátt námsins taka nemendur svo hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ.  Það er mikill áhugi á þjálfaramenntun þessi misserin og mörg íþróttafélög hafa skýra stefnu um menntun þjálfara sinna.  Öll fyrirmyndarfélög ÍSÍ eru t.d. með slíka stefnu. 

Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is eða í síma 514-4000.