Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

Afreksstefna HRÍ samþykkt á ársþingi

13.03.2016

Fyrsta ársþing Hjólreiðasambands Íslands frá stofnfundi sambandsins í júní 2014 var haldið 7. mars í íþróttamiðstöðinni í Laugardal.  Þingið var sett kl. 19:15.  Alls sóttu þingið 15 fullrúar frá 7 aðildarfélögum.
Formaður flutti skýrslu stjórnar og gjaldkeri reikninga sambandsins. Töluverðar umræður voru um hvernig og hvort innleiða ætti keppnisleyfi í hjólreiðum eins og tíðkast erlendis. Samþykkt var að vísa málinu til nýrrar stjórnar til nánari útfærslu og endanleg ákvörðun tekin í samvinnu við og með formönnum aðildarfélaga HRÍ. Slíkt keppnisleyfi er fyrir utan árgjald fyrir hvern skráðan iðkanda í keppnishjólreiðum hjá aðildarfélögum sem gert er ráð fyrir í lögum HRÍ.  Þetta gjald var ákveðið kr. 2.500 á næsta ári.
Lagðar voru fram og samþykktar lagabreytingartillögur gerðar að kröfu alþjóða hjólreiðasambandsins, þar sem m.a. tilhögun atkvæðagreiðslu á á þingfundum og hlutverki HRÍ er ítarlega lýst.  Afreksstefna HRÍ var lögð fram og samþykkt.

David Robertson gaf ekki kost á sér áfram í formannsembættið og var Maurice Zschirp kjörinn nýr formaður sambandsins. Aðrir í stjórn HRÍ eru Auður Ósk Emilsdóttir, Gnýr Guðmundsson, Inga Dagmar Karlsdóttir og Magnús Rannver Rafnsson. Stjórnin á eftir að skipta með sér verkum. Í varastjórn sambandsins eru David Robertson, Oddur Valur Þórarinsson og Sigurgeir Agnarsson. 

Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ sat þingið sem fulltrúi ÍSÍ, ávarpaði þingfulltrúa og flutti kveðjur forseta og framkvæmdastjórnar.