Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Nýr formaður kjörinn hjá Kraftlyftingasambandinu

13.03.2016

Ársþing Kraftlyftingasambands Íslands fór fram í gær, laugardaginn 12. mars. Sigurjón Pétursson, sem gegnt hefur embætti formanns sambandsins frá stofnþingi þess árið 2010, gaf ekki kost á sér áfram í formannsembættið og var Borghildur Erlingsdóttir kjörin í hans stað sem formaður sambandsins til eins árs. Aðrir stjórnarmenn til eins árs voru kjörin Kári Rafn Karlsson, Ása Ólafsdóttir og Gry Ek. Stjórnarmenn til tveggja ára voru kjörin Rósa Birgisdóttir, Alex Cambray Orrason og Róbert Kjaran. 

Skúli Óskarsson kraftlyftingamaður var sæmdur gullmerki Kraftlyftingasambandsins við upphaf þings sambandsins og voru helstu afrek Skúla rifjuð upp við það tilefni. Þingfulltrúar risu allir úr sætum og hylltu Skúla. Skúli var tvisvar sinnum kosinn Íþróttamaður ársins, árið 1978 og 1980 en eitt eftirminnilegasta afrek Skúla er heimsmetið sem hann setti í réttstöðulyftu árið 1980.

Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og sinnti einnig störfum þingforseta.