Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Meistaranám í Ólympíufræðum

14.03.2016

Alþjóða Ólympíuakademían auglýsir eftir umsóknum í meistaranám námsárið 2016-2017 en námið ber titilinn „Ólympíufræði og –menntun, og skipulag og stjórnun Ólympíuverkefna“. Námið stendur yfir í þrjár annir og fara tvær annir fram í Grikklandi. Fyrri önnin í Grikklandi stendur yfir frá 15. september-18. nóvember en sú seinni frá 6. apríl- 11. júní 2017. Þriðju önnina má vinna í heimalandinu. Kennslan í Grikklandi fer fram í Ólympíu og í Spörtu. Námið veitir MSc gráðu.

Kostnaður við námið er 3000 Evrur á nemanda (allar þrjár annirnar) annar kostnaður er greiddur af Ólympíuakademíunni. Innifalið í verðinu er húsnæði og fæði fyrir níu vikur á önn, ferðir til og frá Aþenu og aðrar ferðir sem tengjast náminu. Flug til og frá Íslandi er ekki innifalið. Umsóknarfrestur er til 30. apríl en nánari upplýsingar er hægt að sjá hér. Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda póst á ragnhildur@isi.is eða hringja í 514-4000.