Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
14

Nýr sambandsstjóri hjá UMSB

14.03.2016

Laugardaginn 12.mars sl. fór sambandsþing UMSB fram í félagsheimilinu Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit . Gestgjafi var Ungmenna- og íþróttafélag Hvalfjarðarsveitar og stóðu þau vaktina af mikilli prýði. Þingið var vel sótt og gekk vel, undir öflugri stjórn þingforsetanna Pálma Ingólfssonar og Kristjáns Gíslasonar. Þingið var starfssamt og voru m.a. samþykktar tillögur um ný framtíðarmarkmið UMSB, forvarnarstefna, jafnréttisstefna, umhverfisstefna, siðareglur o.fl.. Ljóst var fyrir þingið að talsverðar breytingar yrðu á stjórn sambandsins, en sambandsstjóri, gjaldkeri, varasambandsstjóri og varamenn þeirra gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Uppstillingarnefnd var að störfum fyrir þingið og kom með tillögur að nýju fólki í stjórn sem samþykktar voru á þinginu og er stjórnin nú þannig skipuð: Sólrún Halla Bjarnadóttir sambandsstjóri, Guðrún Þórðardóttir varasambandsstjóri og vara varasambandsstjóri er Haukur Þórðarson. Gjaldkeri er Elva Pétursdóttir og varagjaldkeri Sigríður Bjarnadóttir, ritari er Þórkatla Þórarinsdóttir, vararitari Aðalsteinn Símonarson, meðstjórnandi Þórhildur María Kristinsdóttir og varameðstjórnandi Anna Dís Þórarinsdóttir.

Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.

Myndir með frétt