Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
13

Sædís Eiríksdóttir sæmd Silfurmerki ÍSÍ

18.03.2016

37. Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka var haldið í Félagsheimilinu Birkimel á Barðaströnd þann 15.mars s.l.
Vel var mætt og voru ýmis mál tekin fyrir.  Mótaskrá sumarsins var samþykkt auk þess sem starf komandi árs var rætt. Miklar umræður sköpuðust um ástand íþróttamannvirkja á svæðum HHF en veðrið síðasta árið hefur valdið miklum skemmdum á þeim. Þingið bókaði áskorun til sveitarfélaganna um að fara í stefnumótun varðandi uppbyggingu og viðhald íþróttavalla og mannvirkja á svæðinu og að ábyrgðaraðilar séu skilgreindir. 
Páll Vilhjálmsson íþróttafulltrúi fór yfir helstu verkefni sín, þ.m.t. starfsemi íþróttaskólans sem er fyrir börn í 1.-4.bekk. Skólinn er á hverjum degi í samfellu við skólahald á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal og fá nemendur skólans grunnþjálfun í mörgum mismunandi íþróttagreinum. Fyrirmynd íþróttaskólans kemur frá HSV þar sem þetta fyrirkomulag hefur reynst vel og virðist henta vel fyrir minni og dreifðari sveitarfélög. Yfir 90% nemenda á þessum aldri eru skráð í íþróttaskólann og í fyrsta skipti hafa börn á þessum aldri tækifæri til að stunda fjölbreyttar íþróttir 5 daga vikunnar í skipulögðu starfi. Eitt af markmiðum skólans er að börn læri það strax að hreyfing er hluti af daglegu lífi.
Veitt voru verðlaun fyrir íþróttamenn ársins 2015. Knattspyrnumaður ársins var Einar Jónsson, ÍH, körfuknattleiksmaður ársins var Kristján Kári Ágútsson, ÍH, frjálsíþróttamaður ársins var Saga Ólafsdóttir, ÍH, sundmaður ársins var Andrea Björk Guðlaugsdóttir, UMFT, og kraftlyftingamaður ársins var Þorbergur Guðmundsson, ÍH. Íþróttamaður HHF árið 2015 var Þorbergur Guðmundsson kraftlyftingamaður úr íþróttafélaginu Herði, en hann er landsliðsmaður í sinni grein og sá fimmti besti á landinu. Hann er Norðurlandameistari og hefur fengið gull og silfur á Evrópumóti unglinga í kraftlyftingum. 

Breytingar urðu á bæði stjórn og varastjórn en Kristrún Guðjónsdóttir, sem setið hefur í varastjórn, tók sæti Sædísar Eiríksdóttur. Iða Marsibil Jónsdóttir kom inn í varastjórn í stað Kristrúnar. Stjórn HHF skipa Lilja Sigurðardóttir, formaður, Birna Friðbjört Hannesdóttir, meðstjórnandi og Kristrún Guðjónsdóttir, gjaldkeri. Í varastjórn sitja nú Heiðar Jóhannsson, Ólafur Byron Kristjánsson, og Iða Marsibil Jónsdóttir.

Garðar Svansson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.  Hann sæmdi Sædísi Eiríksdóttir Silfurmerki ÍSÍ fyrir starf sitt bæði í stjórn HHF og sem gjaldkeri ÍH.