Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Irina Sazonova með þátttökurétt á Ólympíuleikana í Ríó

18.04.2016

Fimleikakonan Irina Sazonova úr Ármanni tryggði sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó á úrtökumóti sem fram fór í sömu borg um helgina. Irina sem varð í 39. sæti á úrtökumótinu með 52.931 stig er þar með fyrsta íslenska konan sem öðlast hefur keppnisrétt á Ólympíuleikum í fimleikum. Ólympíuleikarnir í Ríó verða settir föstudaginn 5. ágúst. Keppni í fjölþraut kvenna í fimleikum fer fram miðvikudaginn 7. ágúst.

Nú þegar rétt rúmir þrír mánuðir eru í að leikarnir verði settir hafa auk Irinu sundmennirnir Anton Sveinn Mckee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir náð lágmörkum. Einnig hafa frjálsíþróttakonurnar Anita Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir náð tilskyldum lágmörkum. Komandi dagar og vikur skera úr um hverjir til viðbótar tryggja sér þátttökurétt á leikunum.