Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
15

Aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE)

09.05.2016

Um helgina fór fram aðalfundur Smáþjóðaleikanna (GSSE) auk fundar tækninefndar leikanna.  Hefð er fyrir því að halda slíka fundi rúmu ári fyrir leika í því landi sem verður í gestgjafahlutverki ári síðar.  Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ sóttu fundinn auk Guðmundar Þ. Harðarsonar fulltrúa Íslands í tækninefnd GSSE.

Samhliða fundunum voru þau mannvirki skoðuð sem notuð verða við keppni á leikunum á næsta ári.  San Marínó hefur tvisvar áður haldið leikana, þ.e. 1985 þegar fyrstu leikarnir fóru fram og svo aftur árið 2001.  Á aðalfundinum var samþykkt að Andorra yrði gestgjafi árið 2021 en áður hafði verið ákveðið að leikarnir 2019 færu fram í Svartfjallalandi og verður það í fyrsta sinn sem leikarnir verða haldnir þar.  Engar stórvægilegar breytingar voru gerðar á reglum leikanna, en hins vegar var samþykkt að skoða betur fjölmörg atriði sem snúa að fjölda keppenda í greinum, þær greinar sem keppt er í á leikunum og fjárhagslegar skuldbindingar þátttökuþjóða. 

Reiknað er með að um 1.000 íþróttamenn taki þátt í leikunum á næsta ári og er það helst framboð á hótelgistingu sem veldur framkvæmdaaðilum áhyggjum.  Á fundinum var lukkudýr leikanna „Sammy“ kynnt fyrir þátttökuþjóðum sem og heimasíðan www.sanmarino2017.sm