Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Helga Sjöfn fyrst kvenna formaður ÍA

10.05.2016

72. ársþing Íþróttabandalags Akraness fór fram þann 3 maí sl. Þingið var vel sótt enda fagnar bandalagið 70 ára afmæli á þessu ári. ÍA kórinn söng tvö lög í tilefni af afmælinu og einnig komu Símon og Halla fram og tóku tvö lög. Farið var fyrir ársskýrslu ÍA og það helsta í starfi bandalagsins á liðnu ári. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri ávarpaði þingið og færði ÍA að gjöf frá Akraneskaupstað kr. 500 þúsund sem rennur í Minningarsjóð Guðmundar Sveinbjörnssonar. Sjóðurinn styrkir efnilegt íþróttafólk og þjálfara hjá ÍA. Heildarvelta ÍA var rúmar 385 m. kr. og er reksturinn í jafnvægi. Framkvæmdastjórn ÍA ákvað í tilefni af 70 ára afmælinu að veita öllum sínum aðildarfélögum afmælisstyrk að upphæð kr. 70.þúsund. Einnig voru veittir afreksstyrkir að upphæð kr. 150 þúsund til Ágústar Júlíussonar, Valdísar Þóru Jónsdóttur og Egils G. Guðlaugssonar, en þau urðu í þremur efstu sætunum í kjörinu á Íþróttamanni Akraness 2015. Klifurfélag ÍA var samþykkt sem 18. aðildarfélag ÍA og einnig var samþykkt að Sjósportfélagið Sigurfari færi í umsóknarferli um aðild að ÍA.  

Á ársþinginu var Helga Sjöfn Jóhannesdóttir kjörin formaður ÍA og er hún fyrsta konan í 70 ára sögu ÍA til þess að gegna því embætti. Aðrir í framkvæmdastjórn ÍA voru kjörin: Sigurður Arnar Sigurðsson, Karitas Jónsdóttir, Svava Huld Þórðardóttir og Marella Steinsdóttir. Til vara voru kjörnir Þráinn Haraldsson og Pálmi Haraldsson.

Íþróttabandalagið sæmdi eftirtalda einstaklinga bandalagsmerki ÍA sem viðurkenningu fyrir langt og farsælt starf tengt íþróttamálum á Akranesi: Laufey Sigurðardóttir, Erna Sigurðardóttir, Anna Guðbjörg Lárusdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Jónína Magnúsdóttir, Katrín Leifsdóttir, Heiðbjört Kristjánsdóttir, Grétar G. Guðnason, Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, Ólafur Óskarsson, Jóhannes Helgason, Jón Þór Þórðarson, Petrea Emilía Pétursdóttir og Gunnlaugur Sölvason.


Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu. Hann ávarpaði þingið og afhenti ÍA afmælisgjöf frá ÍSÍ, silfraðan platta með áletruðum árnaðaróskum. Hann sæmdi Halldór Fr. Jónsson Gullmerki ÍSÍ fyrir hans áratuga störf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Akranesi.

Myndir með frétt