Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
5

Úrslit í Hjólað í vinnuna

01.06.2016

Verðlaunaafhending Hjólað í vinnuna 2016 fór fram síðastliðinn föstudag í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.  
Keppnisdagar voru 13 í ár.  Alls skráðu 376 vinnustaðir 896 lið til leiks með 5392 liðsmenn og 327 lið skráðu sig til leiks í kílómetrakeppnina.
Alls voru hjólaðir 405.978 km eða 303,20 hringir í kringum landið. Við það spöruðust tæp 61 þúsund tonn af útblæstri CO2, og rúmlega 36 þúsund lítrar af eldsneyti sem gera sparnað upp á rúmar 7 milljónir króna. Brenndar voru um 26 miljónir kaloría sé þessi vegalengd gengin en 13,7 milljónir kaloría sé þessi vegalengd hjóluð, sé miðað við 80 kg mann sem ekur á fólksbíl.
Ferðamáti var í 89% á hjóli, 6,4% gangandi, 3,5% strætó/gengið 0,6% hlaup, strætó/hjólað 0,4% og annað 0,1%.

Yfirlit yfir úrslit í kílómetrakeppninni og vinnustaðakeppninni má sjá með því að smella hér.  Myndir frá afhendingunni má sjá á Fésbókarsíðu Hjólað í vinnuna eða með því að smella hér.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þakkar öllum þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna í ár.