Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
5

Þormóður Árni með þátttökurétt í Ríó

06.06.2016Júdómaðurinn Þormóður Árni Jónsson úr Júdófélagi Reykjavíkur er samkvæmt heimslista Alþjóða júdósambandsins með keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Júdósamband Íslands hefur fengið staðfestingu á stöðu Þormóðs á listanum, framkvæmdastjórn ÍSÍ á eftir að staðfesta þátttöku Þormóðs á leikunum. Þormóður er í 64 sæti heimslistans í +100kg flokki sem gefinn var út í lok maímánaðar, 31 íþróttamaður keppir í þyngdarflokknum á leikunum. Leikarnir í sumar eru þeir þriðju í röð sem Þormóði tekst að tryggja sér þátttökurétt á en hann keppti á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og London 2012. Nánari upplýsingar um Þormóð og aðra íslenska íþróttamenn sem náð hafa tilskyldum árangri til að öðlast keppnisrétt má finna hér.