Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

Norrænn fundur um þjálfaramenntun á Akureyri

08.06.2016

Norrænn fundur um þjálfaramenntun var haldinn á Akureyri 1. og 2. júní síðastliðinn.  Fundinn sátu aðilar frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands og sambandanna í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.  Rætt var um það sem efst er á baugi í þjálfaramenntun og þróun hennar.  Þessi samstarfshópur hefur fundað reglulega undanfarin ár og borið saman bækur sínar í þessum efnum. Fundarmenn voru almennt sammála um gildi menntunar íþróttaþjálfara.  Menntakerfi þjóðanna eru að mörgu leyti svipuð en þó ekki eins.  Komið var inn á ýmsa þætti á fundinum s.s. hvað menntun íþróttaþjálfara eigi að innihalda, framboð á menntuninni, hvernig best sé að fá áhugasama aðila inn í þjálfaramenntunina og hvernig hinar norrænu þjóðir geti átt enn frekara samstarf í þesum efnum. 

Rétt er að minna á að næsta fjarnám í þjálfaramenntun ÍSÍ verður sumarfjarnám 1. og 2. stigs og hefst það 20. júní nk.  Skráning er rafræn og má finna hér á isi.is:

http://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun/skraning-thjalfaramenntun/   

Allar nánari uplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is og í síma 514-4000.

Myndir með frétt