Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
18

Enn hægt að skrá í sumarfjarnám

14.06.2016

Sumarfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun 1. og 2. stigs hefst mánudaginn 20. júní næstkomandi.  Námið er almennur hluti þjálfaramenntunarinnar og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Námið er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur sem gerir það að verkum að þátttakendur geta verið hvar sem er svo fremi sem þeir eru tölvutengdir.  Nám á 1. stigi tekur 8 vikur og nám á 2. stigi tekur 5 vikur.  Nemendur skila verkefnum í hverri viku og/eða taka krossapróf.  Námið, ásamt sérgreinahluta þess sem kenndur er hjá sérsamböndum ÍSÍ gefur réttindi til íþróttaþjálfunar og fá þjálfarar skírteini þess efnis frá ÍSÍ. 

Skráning er nú rafræn og fer fram hér:

 http://www.isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun/skraning-thjalfaramenntun/ 

 

Allar nánari upplýsingar um námið gefur Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is og í síma 514-4000 og 863-1399.