Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Íþróttablaðið

27.07.2016

Íþróttablaðið er tímarit Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem dreift var inn á öll heimili landsins sl. mánudag. Í blaðinu er einblínt á Ólympíuleikana 2016 sem fara fram í Ríó í Brasilíu þann 5. - 21. ágúst. Átta íslenskir íþróttamenn keppa á leikunum, en keppendur koma úr sundi, fimleikum, júdó og frjálsíþróttum. Í blaðinu má sjá viðtal við íslensku Ólympíufarana ásamt keppnisdagskrá þeirra. Rætt er við Andra Stefánsson aðalfararstjóra íslenska hópsins ásamt því að skyggnast inn í líf Rúnars Alexanderssonar fimleikamanns og hvar hann er staddur í dag, en nú eru 20 ár síðan hann keppti fyrst fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Atlanta.