Ríó 2016 - Anton Sveinn synti í dag
06.08.2016
Anton Sveinn McKee sundmaður keppti fyrstur Íslendinga á Ólympíuleikunum í Ríó í dag. Anton keppti í undanrásum í 100m bringusundi og synti á 1:01,84 mínútum. Hann hafnaði í 35. sæti og komst því ekki áfram í undanúrslit.
Anton hefði þurft að synda á 1:00,25 sekúndum til að ná inn í undanúrslitin, en Íslandsmet hans er 1:00,53.
Anton keppir í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi, þann 9. ágúst og sýnt verður frá sundinu í beinni útsendingu á RÚV.