Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ríó 2016 - Lokaathöfnin

22.08.2016

Loka­at­höfn Ólympíu­leik­anna 2016 fór fram í gærkvöldi og var glæsi­leg að vanda. Þátt­tak­end­ur gengu inn á Maracana-leik­vang­in­n með þjóðfána sína. Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona bar fána Íslands. Dans- og tónlistaratriðin voru stórskemmtileg og flott og mikil stemmning hjá þátttakendum.

Ólympíuleik­arn­ir 2020 fara fram í Tókýó í Japan. Venju samkvæmt afhenti Edu­ar­do Paes, borg­ar­stjóri Ríó, Yuri­ko Koike, borg­ar­stjóra Tókýó, ólymp­íuf­án­ann í lok lokaathafnarinnar.

Á myndunum má sjá Thomas Bach, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, með ólympíufánann og flugeldasýningu sem fór fram á lokaathöfninni.

(C) Getty Images.

Myndir með frétt