Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Íþróttavísindaráðstefnan Frá unglingi til afreksmanns

06.10.2016

Íþróttavísindaráðstefnan Frá unglingi til afreksmanns - Hraust sál í heilbrigðum líkama, fer fram dagana 13. - 15. október í Laugardalshöll. Þar munu margir af fremstu sérfræðingum Íslands í íþróttavísindum fjalla um uppbyggingu ungs íþróttafólks. Heilbrigðisráð ÍSÍ stendur fyrir ráðstefnunni.

Fókusinn verður á ungt íþróttafólk og hvernig hægt er að standa eins vel að uppbyggingu þeirra og kostur er ásamt því að hafa heilsu þeirra og heilbrigði í forgangi. Jón Arnar Magnússon Ólympíufari, kírópraktor og foreldri afreksbarna, mun vera með opnunarerindið ásamt Gauta Grétarssyni sjúkraþjálfara.

Skráning fer fram hér

Dagskrá:

Fimmtudagurinn 13. október.
kl:17:00 - 18:30 Setning og opnunarerindi.
kl:18:30 - 19:30 veitingar í boði og tækifæri fyrir spjall.

Föstudagurinn 14. október.

kl:13:00 - 18:30 Dagskrá má sjá í grófum dráttum fyrir neðan.
Það verða tvö kaffihlé, annars vegar um kl:14:30 og hins vegar um kl:16:30.

Laugardagurinn 15. október.
kl: 9:00 - 14:00 Dagskrá má sjá í grófum dráttum fyrir neðan.
Það verður eitt kaffihlé og hádegismatur.

Ráðstefnukostnaður er 17.500 kr fyrir alla þrjá dagana og er þá allt innifalið.
Einnig er hægt að kaupa stakan dag, fimmtudagurinn kostar 5000 kr., föstudagurinn kostar 9500 kr. og laugardagurinn 9500 kr.

Föstudag og laugardag fara fram fimm málstofur;

1. Líkamsímynd ungmenna.
Tilgangur málstofunnar er að fræða um átraskanir í íþróttum. Hvert er algengi átraskana hjá afreksfólki? Hvernig þekkjum við einkennin, hverjir eru í áhættu og hvernig getum við brugðist við. Getum við beitt einhverjum forvörnum?

2. Fremra krossband - áverkar og áhrifaþættir - endurhæfing og endurkoma íþróttafólks.
Tilgangur málstofunnar er að varpa ljósi á algengi og eðli þessara alvarlegu hnémeiðsla og auka skilning á markmiðum læknisfræðilegrar meðferðar og sjúkraþjálfun.

3. Forvarnir og rétt þjálfun.

4. Endurheimt, svefn og næring.
Tilgangur málstofunnar er að beina athyglinni að mikilvægi þess að ungt íþróttafólk fái nægjanlega endurheimt, hvíld og svefn í sínu daglega lífi. Fræðimenn munu setja fram nýjustu þekkingu á þessu sviði, auk þess sem raddir og skoðanir þjálfara og íþróttafólks verða kynntar.

5. Að koma inn í unglingalandslið. "Best practice" um umgjörð yngri landsliða.
Tilgangur málstofunnar er að draga fram það faglega starf sem unnið er innan sérsambanda ÍSÍ í tengslum við uppvöxt einstaklinga í gegnum landsliðin, t.d. KSÍ, HSÍ, SSÍ, GSÍ, KKÍ og FSÍ.
Í lok málstofunnar verður Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ með erindi.

Nöfn nokkurra þeirra sem koma frá á ráðstefnunni eru:

Jón Arnar Magnússon Ólympíufari, kírópraktor og faðir afreksbarna.
Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari og faðir afreksbarna.
Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlæknir
Sigurlaug María Jónsdóttir sálfræðingur
Petra Lind Sigurðardóttir sálfræðingur
Örnólfur Valdimarsson bæklunarskurðlæknir og Ólympíufari.
Dr. Kristín Briem sjúkraþjálfari og prófessor.
Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona og Ólympíufari.
Haraldur Björn Sigurðsson doktorsnemi, MSc í íþróttasjúkraþjálfun.
Róbert Magnússon íþróttasjúkraþjálfari MSc.
Stefán Ólafsson íþróttasjúkraþjálfari MSc.
Dr. Erlingur Jóhannesson prófessor við HÍ.
Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor við HÍ.
Gunnar Páll Jóakimsson frjálsíþróttaþjálfari og kennari.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir landsliðskona í handbolta. 


Til að slá botninn í ráðstefnuna verður vinnustofa um eftirfarandi spurningu: Hvernig getum við eflt faglega umgjörð í íþróttastarfi á Íslandi? Aukin samvinna til aukins árangurs?

Ráðstefnuslit verða um kl:14:00 á laugardeginum.

Þessi ráðstefna Heilbrigðisráðs ÍSÍ er unninn samkvæmt skilmálum læknanefnd Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC Medical Commission) og fá því þátttakendur sem sitja alla ráðstefnuna skírteini frá þeim að henni lokinni.