Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Frá unglingi til afreksmanns - Hraust sál í heilbrigðum líkama

11.10.2016

Íþróttavísindaráðstefnan Frá unglingi til afreksmanns - Hraust sál í heilbrigðum líkama, fer fram dagana 13. - 15. október í Laugardalshöll. Þar munu margir af fremstu sérfræðingum Íslands í íþróttavísindum fjalla um uppbyggingu ungs íþróttafólks. Heilbrigðisráð ÍSÍ stendur fyrir ráðstefnunni.

Fókusinn verður á ungt íþróttafólk og hvernig hægt er að standa eins vel að uppbyggingu þeirra og kostur er ásamt því að hafa heilsu þeirra og heilbrigði í forgangi.

Dagskrá

Fimmtudagurinn 13. október
Kl:17:00 - 18:45 Setning og opnunarerindi

Unglingur – afreksmaður – foreldri: Jón Arnar Magnússon, fyrrverandi afreksmaður, Ólympíufari, kírópraktor og foreldri afreksbarna.
Leitin að rassvöðvunum: Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari.

Umræður.

Kl:18:45 Boðið verður upp á veitingar í Laugardalshöllinni.


Föstudagur 14. október
Kl: 13:00-14:30 Málstofur

Málstofa 1: Líkamsímynd ungmenna
Tilgangur málstofunnar er að fræða um átraskanir í íþróttum. Hvert er algengi átraskana hjá afreksíþróttafólki? Hvernig þekkjum við einkennin, hverjir eru í helstri áhættu og hvernig getum við brugðist við. Getum við beitt einhverjum forvörnum?

„Að æfa eða ekki æfa“ – átraskanir í íþróttum: Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlæknir og ein af stofnendum átröskunarteymis LSH.
Staðreyndir um átraskanir: Sigurlaug M. Jónsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri átröskunarteymis LSH.
Átraskanir og líkamsímynd hjá íslensku íþróttafólki: Petra Lind Sigurðardóttir, sálfræðingur
Í skjóli háleitra markmiða. Reynslusaga íþróttakonu: Birna Varðardóttir, nemi í næringar-fræði við HÍ.

Fyrirspurnir og umræður.

Kl:14:30 Kaffihlé.

Kl: 15:00-16:30

Málstofa 2: Fremra krossband – áverkar og áhrifaþættir – endurhæfing og endurkoma íþróttamanna.
Tilgangur málstofunnar er að varpa ljósi á algengi og eðli þessara alvarlegu hnémeiðsla, og auka skilning á markmiðum læknisfræðilegrar meðferðar og sjúkraþjálfun.
Faraldsfræði og áhættuþættir áverka á framra krossbandi í hné: Dr. Kristín Briem sjúkraþjálfari og prófessor við Námsbraut í sjúkraþjálfun.
Læknisfræðileg meðferð eftir slit á fremra krossbandi: Dr. Örnólfur Valdimarsson bæklunarskurðlæknir í Orkuhúsinu.
Endurhæfing eftir krossbandaslit – Stignun endurhæfingar og forsendur öruggrar endurkomu til íþróttaiðkunar: Haraldur Björn Sigurðsson doktorsnemi, MSc í íþróttasjúkraþjálfun.

Fyrirspurnir og umræður.

Kl:16:30 Kaffihlé.

Kl: 17:00-18:30

Málstofa 3: Forvarnir og góð þjálfun
Tilgangur málstofunnar er að beina athyglinni að forvörnum krossbandameiðsla og mikilvægi góðrar þjálfunar sem er forsenda heilbrigðs íþróttamanns.

Impossible is nothing – að keppa með slitið krossband á Ólympíuleikum: Ragna Ingólfsdóttir Ólympíufari og badmintonkona.

Forvarnir krossbandameiðsla, skimanir: Róbert Magnússon, sjúkraþjálfari Atlas Endurhæfing ehf.

Íþróttameiðsli eru sjaldnast óheppni – að tengja vísindin við færni og forvarnaþjálfun unglinga: Stefán Ólafsson, sjúkraþjálfara, Efling ehf.

Fyrirspurnir og umræður

Kl: 18:30 Lok dagskrár.

Off Venue viðburður, fyrir þá sem vilja hittast og spjalla þá verður hægt að fara á Bryggjan Brugghús og ræða um daginn og veginn. Boðið verður upp á tilboð á mat og drykk.


Laugardagur 15. október
Kl: 09:00-10:30 Málstofur

Málstofa 4: Endurheimt, svefn og næring
Tilgangur málstofunnar er að beina athyglinni að mikilvægi þess að ungt íþróttafólk fái nægilega endurheimt, hvíld og svefn í sínu daglega lífi. Fræðimenn munu setja fram nýjustu þekkingu á þessu svið, auk þess sem raddir og skoðanir þjálfara og íþróttafólks verða kynntar.

Þjálffræði, endurheimt og svefn: Dr. Erlingur Jóhannsson prófessor HÍ.

Næring íþróttafólks: lykill að árangri og endurheimt: Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor HÍ.

Gunnar Páll Jóakimsson frjálsíþróttaþjálfari - segir frá sínum áherslum í tengslum við endurheimt, hvíld og svefn í sinni vinnu með Anítu Hinriksdóttur Íslandsmethafa í 800 metra hlaupi.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir landsliðskona í handknattleik frá Selfossi segir frá reynslu sinni og þeirri miklu áskorun að hvíla sig nægilega mikið.
Fyrirspurnir og umræður.

Kl: 10:30 Kaffihlé.

Kl: 11:00- 12:30

Málstofa 5: Að koma inn í unglingalandslið „best practice“ frá nokkrum sérsamböndum og umgjörð yngri landsliða.

Tilgangur málstofunnar er að draga fram það faglega starf sem unnið er innan sérsambanda ÍSÍ í tengslum við uppvöxt einstaklinga í gegnum landsliðin.

KSÍ – Halldór Björnsson – Hæfileikamótun KSÍ
HSÍ – Sveinn Þorgeirsson - mælingar landsliða HSÍ/HR
FSÍ –– Guðjón Einar Guðmundsson - Heilbrigðisnefnd FSÍ
KKÍ –Stofnun fagráðs KKÍ
SSÍ – Jackie J. Pellerin landsliðsþj. – Langtíma skipulag og þróun íþróttamannsins

Faglegt afreksstarf: Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.

Kl: 12:30-13:00 Hádegismatur.

Kl: 13:00-14:00

Vinnustofa: Hvernig getum við eflt faglega umgjörð í íþróttastarfi á Íslandi? Aukin samvinna til sigurs?


Ráðstefnustjóri: Ingi Þór Ágústsson, framkvæmdastjórn ÍSÍ, formaður Heilbrigðisráðs ÍSÍ.

Kl:14:15 Samantekt og ráðstefnuslit.