Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Nýtt merki EOC

25.10.2016

Nýtt og nútímalegt merki Evrópusambands ólympíunefnda (EOC) var kynnt á ársþingi samtakanna í Minsk í Hvíta-Rússlandi 20.-21. október sl. Helsti innblástur við hönnun merkisins er kominn úr mósaíkmynstri, listformi sem fléttast saman við sögu Evrópu og menningu. Merkið sem samanstendur af 50 mósaíkstykkjum sem raðað er í hringlaga form endurspeglar þær 50 þjóðir sem aðild eiga að samtökunum. Við afhjúpun merkisins í móttökukvöldverði ársþingsins var fulltrúi hverrar aðildarþjóðar fenginn til að leggja niður einn bút í stækkaða útgáfu af merkinu.