Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Heimsókn forseta ÍSÍ til ÍBH

03.11.2016Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og föruneyti heimsóttu Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og starfssvæði þess síðastliðinn þriðjudag.
Fulltrúar frá tíu íþróttafélagum í Hafnarfirði, fulltrúar frá Hafnarfjarðarbæ, ásamt formanni og framkvæmdastjóra ÍBH tóku á móti fulltrúum ÍSÍ og saman skoðaði hópurinn Íþróttamannvirki FH í Kaplakrika, íþróttamannvirki Knattspyrnufélagsins Hauka að Ásvöllum ásamt aðstöðu Sundfélags Hafnarfjarðar í Ásvallalaug, Fimleikafélagsins Bjarkar, Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar og Golfklúbbsins Keilis. Að skoðunarferðinni lokinni var snæddur kvöldverður í golfskála Golfklúbbsins Keilis.
Íþróttastarf í Hafnarfirði er afar öflugt og fjölbreytt og framundan er enn frekari uppbygging íþróttamannvirkja í bænum.

Forseti ÍSÍ hefur farið í heimsóknir til íþróttahéraða víða um land síðustu tvö árin og kynnt sér íþróttastarfsemina á viðkomandi stað ásamt uppbyggingu íþróttamannvirkja. Fundað hefur verið með fulltrúum íþróttahreyfingarinnar á hverjum stað ásamt fulltrúum sveitarfélaga. Áætlað er að heimsækja fleiri héruð á næstu mánuðum.

Myndir með frétt