5. desember - Dagur sjálfboðaliðans
.jpg?proc=400x400)
Myndin sem fylgir fréttinni var tekin á Formannafundi ÍSÍ nú í nóvember, en þar funduðu formenn sambandsaðila ÍSÍ, þ.e. héraðssambanda/íþróttabandalaga og sérsambanda ÍSÍ, sem allir sinna því embætti í hreyfingunni sem sjálfboðaliðar. Í nútímasamfélagi er mikil keppni um frítíma fólks og er íþróttahreyfingin afar þakklát fyrir að svo margir, sem raun ber vitni velji að nýta frítíma sinn til sjálfboðaliðastarfa í þágu íþróttahreyfingarinnar.