Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

Gylfi Íþróttamaður ársins 2016

29.12.2016

Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður var útnefndur Íþróttamaður ársins 2016 af Samtökum íþróttafréttamanna. Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona var í öðru sæti og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kylfingur var í þriðja sæti.  Nánari upplýsingar um kjör íþróttamanns ársins eru aðgengilegar á heimasíðu Samtaka íþróttafréttamanna.

ÍSÍ veitti íþróttafólki einstakra íþróttagreina viðurkenningar í kvöld en allar upplýsingar um þá verðlaunahafa eru aðgengilegar hér á heimasíðu ÍSÍ.

Tveir einstaklingar voru teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ, þeir Guðmundur Gíslason sundkappi og Geir Hallsteinsson handknattleiksmaður. Hér má sjá Heiðurshöll ÍSÍ.

Samtök íþróttafréttamanna veittu nú í fimmta sinn viðurkenningu til þjálfara ársins og var það Dagur Sigurðsson handknattleiksþjálfari sem hlaut þann heiður.  Viðurkenning til liðs ársins fór að þessu sinni til íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

ÍSÍ óskar öllum verðlaunahöfum kvöldsins til hamingju með viðurkenningar sínar.

Fleiri myndir frá hófinu má sjá á myndasíðu ÍSÍ 

Myndir með frétt