Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Lífshlaupið hefst 1. febrúar

31.01.2017

Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu hefst á morgun, miðvikudaginn 1. febrúar. Setningarhátíðin fer fram í Íþróttahúsi Holtaskóla í Reykjanesbæ að þessu sinni. Við þetta tækifæri verður jafnframt verkefninu Heilsueflandi samfélag ýtt úr vör í Reykjanesbæ. Andrés Guðmundsson, faðir Skólahreysti, mun setja upp skemmtilega hreystibraut svo setja megi verkefnið á táknrænan hátt. En í brautinni mun Kjartan Már Kjartansson, bæjarstóri Reykjanesbæjar etja kappi við Eðvarð Þór Eðvarðsson, skólastjóra Holtaskóla og fyrrum Ólympíufara.

Skráning hefur farið vel af stað og vilja margir vera búnir að skrá sig til leiks áður en keppnin hefst. ÍSÍ hvetur alla til að skrá sig og taka þátt í þessu frábæra verkefni sem Lífhlaupið er. 

Skráning fer fram hér.

ÍSÍ bendir á að:
- Allar mínútur í liðum núllast út á miðnætti þegar keppnin hefst en einstaklingar sjá að sjálfsögðu sína skráðu hreyfingu frá því á síðasta ári.
- Nú er hægt að lesa inn hreyfingu úr snjallforritunum Strava og Runkeeper.
- Ekki er hægt að skrá heimilisþrif lengur.
- Einungis er hægt að skrá á sig hreyfingu 5 daga aftur í tímann. Þetta er gert til þess að hvetja fólk til að skrá hjá sér hreyfinguna jafnt og þétt yfir tímabilið
- Endilega hafa samband við ÍSÍ ef vandamál koma upp.
- Á vefsíðu Lífshlaupsins er hægt að senda inn myndir, myndbönd og frásagnir. Gaman væri að fá frá ykkur efni. 
- Merkja myndir #lifshlaupid. Gaman að sjá hvað ykkar vinnustaður eða skóli er að gera í tilefni af Lífshlaupinu.