Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
18

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Erzurum

10.02.2017

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Erzurum í Tyrklandi 12. – 17. febrúar. Ísland á sem fyrr keppendur á leikunum, nú í alpagreinum, skíðagöngu, listskautum og á snjóbretti. Keppendur á leikunum eru á aldrinum 14 til 18 ára, þátttökuþjóðir eru 34 og þátttakendur eru um 1200. Setningarhátíðin fer fram kvöldið 12. febrúar, kl.19:30 að staðartíma (16:30 á íslenskum tíma). Lokahátíðin fer fram kvöldið 17. febrúar á sama tíma og setningarhátíðin.

Íslenski hópurinn fór utan í morgun. Aðalfararstjóri í ferðinni er Örvar Ólafsson verkefnastjóri á Afreks- og Ólympíusviði ÍSÍ og sjúkraþjálfari er Halla Sif Guðmundsdóttir. Aðrir í hópnum eru:

Alpagreinar
Georg Fannar Þórðarson Keppandi
Jökull Þorri Helgason Keppandi
Harpa María Friðgeirsdóttir Keppandi
Katla Björg Dagbjartsdóttir Keppandi
María Finnbogadóttir Keppandi
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir Keppandi
Aron Andrew Rúnarsson Þjálfari
Sigurgeir Halldórsson Flokksstjóri og þjálfari
Bretti
Aron Kristinn Ágústsson Keppandi
Bjarki Jarl Haraldsson Keppandi
Tómas Orri Árnason Keppandi
Einar Rafn Stefánsson Flokksstjóri og þjálfari
Listskautar
Herdís Birna Hjaltalín Keppandi
Rebecca Lynn Boyden Flokksstjóri og þjálfari
Skíðaganga
Anna María Daníelsdóttir Keppandi
Arnar Ólafsson Keppandi
Pétur Tryggvi Pétursson Keppandi
Sigurður Arnar Hannesson Keppandi
Steven Gromatka Flokksstjóri og þjálfari
Gunnar Bjarni Guðmundsson Þjálfari

Erzurum er bær í austurhluta Tyrklands með um 300 þúsund íbúa. Afar góð aðstaða er fyrir hendi í þeim greinum sem keppt verður í á leikunum. Mörg af mannvirkjunum voru byggð fyrir vetrarleika stúdenta sem haldnir voru í bænum árið 2011. Þátttakendur á leikunum munu dvelja í íbúðabyggingum sem tilheyra háskóla bæjarins.

Heiti hátíðarinnar er Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar og er „Fair Play“ eða háttvísi eitt af megin einkunnarorðum hátíðarinnar. Mikið er lagt upp úr því að hátíðin sé skemmtun og að þátttakendur kynnist ungu fólki frá öðrum löndum Evrópu. Ekki er lagt upp með að áherslan sé sú sama og á Ólympíuleikum þeirra fullorðnu eða á heimsmeistarakeppnum.

Á myndunum sem fylgir má sjá íslenska hópinn á Leifsstöð í morgun. Myndir frá leikunum verða aðgengilegar á myndasíðu ÍSÍ

Hér má sjá vefsíðu leikanna.
Facebook-síða leikanna
Youtube-síða leikanna.

Frekari upplýsingar veitir Örvar Ólafsson aðalfararstjóri leikanna á orvar@isi.is

Myndir með frétt