Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
17

Setningarhátíð EYOWF 2017 í kvöld

12.02.2017

Setningarhátíð Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar fer fram í kvöld. Ólympíuhátíðin er nú að hefjast í þrettánda sinn og fer að þessu sinni fram í Erzurum í Tyrklandi. Þátttökuþjóðir eru 34, þátttakendur eru um 1200 og keppni stendur yfir frá mánudegi til föstudags. 

Setningarathöfnin fer fram á knattspyrnuleikvangi  - Kazim Karabekir. Eins og á öðrum ólympískum viðburðum hefst athöfnin á inngöngu íþróttamanna og við setninguna verður Ólympíueldurinn tendraður sem loga mun meðan á leikunum stendur.

Fánaberi íslenska hópsins við setningarathöfnina verður Katla Björg Dagbjartsdóttir. Setningarathöfnin hefst kl. 19.30 að staðartíma (16.30 að íslenskum tíma). Athöfnin verður sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpi og samtímis á netinu, slóðina má finna hér.

Keppni hefst svo í fyrramálið, þeir sem keppa á morgun mánudag eru: Harpa María, Katla Björg, María og Sigríður Dröfn í stórsvigi. Í skíðagöngu 7.5 km keppa þeir Arnar, Pétur Tryggvi og Sigurður Arnar, Anna María keppir í 5km göngu. Í stuttu prógrammi á listskautum keppir Herdís Birna. Hægt er að fylgjast með meðal annars dagskrá og úrslitum á heimasíðu leikanna - sjá hér.