Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Tókýó 2020 - Verðlaunapeningar úr gömlum símum

14.02.2017

Næstu Ólympíuleikar munu fara fram í Tókýó í Japan árið 2020. Skipuleggjendur leikanna leggja mikið upp úr umhverfisvitund og sjálfbærni og vilja hvetja Japani til þess að gera slíkt hið sama. Skipuleggjendur hafa nú brugðið á það ráð að koma af stað söfnun, sem hefst í apríl nk., þar sem almenningur í Japan er beðinn um að gefa gamla farsíma og önnur lítil tæki í söfnunarkassa víðsvegar um Japan. Stefnt er að því að safna átta tonnum af málmi til þess að búa til tvö tonn af gulli, silfri og bronsi. Úr þessum tveimur tonnum verða síðan verðlaunapeningarnir sem afhentir verða verðlaunahöfum á Ólympíuleikunum í Tókýó búnir til. 

Skipuleggjendur vilja með þessu leggja áherslu á sjálfbærni og draga úr kostnaði við leikana. Einnig telja þeir að með þessu finnist japanskur almenningur hann meiri hluti af leikunum en ella og að fleiri fari að hugsa um umhverfið og endurvinna. 

Fréttina má lesa á vefsíðu evrópsku Ólympíunefndarinnar.