Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

65 nemendur í vorfjarnámi

15.02.2017

Vorfjarnám 1. og 2. stigs almenns hluta þjálfaramenntunar ÍSÍ er nú komið í fullan gang. Samtals um 65 nemendur eru í náminu að þessu sinni sem er ansi nálægt því að vera metþátttaka. Nemendur koma frá fjölmörgum greinum íþrótta s.s. handknattleik, körfuknattleik, knattspyrnu, fimleikum, skíðaíþróttum, skautaíþróttum, taekwondo, blaki, borðtennis, lyftingum, karate og hjólreiðum svo eitthvað sé nefnt.
Nemendur eru búsettir víða um landið og njóta þess að almennur hluti námsins skuli allur kenndur í fjarnámi. Sérgreinaþátt námsins sækja nemendur svo til viðkomandi sérsambands ÍSÍ.

Allir nemendur sem ljúka náminu fá þjálfaraskírteini frá ÍSÍ með staðfestingu og lokaeinkunn. Námið er metið til eininga í framhaldsskólum landsins.

Næsta fjarnám ÍSÍ á 1. og 2. stigi almenns hluta þjálfaramenntunarinnar verður í boði í sumar og mun hefjast í júní.

Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is og í síma 514-4000.