Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Gunnar Jóhannesson endurkjörinn formaður ÍS

26.02.2017

Ársþing íþróttabandalags Suðurnesja var haldið 23. febrúar í  Gjánni í Grindavík kl. 20.05 - 21.30.  Þingið sóttu 22 fulltrúar frá átta af þeim níu aðildarfélögum sem skráð eru innan vébanda sambandsins. Gunnar Jóhannesson formaður sambandsins flutti munnlega skýrslu stjórnar og gjaldkeri endurskoðaða reikninga.  Ársreikningurinn ásamt öllum bókhaldsfærslum bandalagsins var sýndur rafrænt á skjá.  Í reikningum kom fram að nánast allar tekjur sambandsins renna óskiptar til aðildafélaga. Þó að lög sambandsins kveði á um að formaður geti ekki setið lengur en í fjögur ár  samþykkti fundurinn undaþágu frá lögunum og var Gunnar endurkjörinn formaður til næsta starfsárs.  Aðrir í stjórn eru Marteinn Ægisson, Halldór E. Smárason, Guðlaug Sigurðardóttir og Atli Þór Karlsson.
Að loknum kosningum gerðu formenn aðildarfélaga stutta grein fyrir starfi sinna félaga sem eru í  Garði, Grindavík, Sandgerði og í Vogum.

Sigríður Jónsdóttir ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ, sem var fulltrúi ÍSÍ á þinginu, ávarpaði þingið og flutti kveðjur forseta og framkvæmdastjórnar.