Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Að stjórna íþróttafélagi - Ekkert mál ?

27.02.2017

Fyrir nokkrum árum gerðu Háskóli Íslands (HÍ) og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) með sér samning um eflingu samstarfs á sviði íþrótta. Tilgangurinn var að staðfesta vilja HÍ og ÍSÍ til að efla samstarf á breiðum þverfræðilegum grundvelli og gera það sýnilegt, m.a. með því að vinna í sameiningu að ráðstefnum og málþingum.

Ráðstefnan „Að stjórna íþróttafélagi - Ekkert mál?“ hefur það að markmiði að efla samstarf háskólasamfélagsins og þeirra aðila sem koma því starfi sem fram fer innan íþróttafélaga og fá fram umræðu um ýmis málefni og álitamál sem varða stjórnun og rekstur þeirra.

Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér.

Staðsetning: Oddi 101 - Háskóli Íslands, Sturlugötu 3, 101 Reykjavík.

Tímasetning og fyrirkomulag: Ráðstefnan fer fram föstudaginn 24. mars 2017 og verður sett kl. 12:00, en síðan verða erindi og umræður í fjórum hlutum til um kl. 16:30. Eftir það er þátttakendum frjálst að halda áfram skemmtilegu spjalli í Stúdentakjallaranum, Háskólatorgi.

Ráðstefnustjóri: Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri markaðsmála hjá Háskóla Íslands.

Skráning: Nauðsynlegt er að skrá sig á heimasíðu ÍSÍ, hér, eigi síðar en fimmtudaginn 23. mars nk.

Aðgangur er ókeypis og er tekið við skráningum á meðan húsrúm leyfir.