Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ársþing USVH

16.03.2017

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga hélt 76. ársþing sitt í félagsheimilinu Víðihlíð miðvikudaginn 15. mars síðastliðinn. Alls voru 28 þingfulltrúar mættir á þingið sem er um 77% mæting. Þingforseti var Júlíus Guðni Antonsson og stýrði hann þinginu af röggsemi. Reimar Marteinsson verður áfram formaður sambandsins en nokkrar breytingar urðu á stjórninni. Nokkur fjöldi tillagna lágu fyrir þinginu og voru þær allar samþykktar auk tveggja nýrra tillagna sem urðu til í störfum þingnefnda. Í lok þingsins var þingfulltrúum skipt upp í vinnuhópa undir styrkri stjórn Þóreyjar Eddu Elísdóttur. Hóparnir unnu að stefnumótun USVH og tóku nokkra fyrirfram ákveðna málaflokka fyrir á þessu þingi. Vinnan gekk afar vel og fékk stjórn sambandsins þarna góðar hugmyndir til að vinna út frá á næstu mánuðum. Stjórninni er ætlað að skila af sér nýrri stefnumótun á næsta ársþingi USVH að ári liðnu.

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Þórey Edda Elísdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.

Mynd 1: Þórey Edda Elísdóttir
Mynd 2: Frá nefndarstörfum
Mynd 3: Frá vinstri, Júlíus Guðni Antonsson þingforseti og Reimar Marteinsson formaður USVH.

Myndir með frétt

Til baka

  Á döfinni

  03.05.2017 - 03.05.2017

  Ársþing HSS 2017

  Ársþing Héraðssambands Strandamanna verður...
  12.05.2017 - 13.05.2017

  Ársþing SKÍ 2017

  Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið á...
  24