Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Vinnufundur um afreksíþróttir

22.03.2017Laugardaginn 18. mars sl. stóð Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ fyrir vinnufundi með fulltrúum sambandsaðila ÍSÍ. Um 40 manns frá sérsamböndum og íþróttahéruðum mættu á fundinn og ræddu skilgreiningar á afreksíþróttum, afrekum og árangri og þá sérstaklega þær hugmyndir sem vinnuhópur um endurskoðun á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ skilaði af sér nýverið.

Fundurinn hófst á því að Örn Andrésson, formaður sviðsstjórnar Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, setti fundinn en að því loknu tók Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, við að kynna ýmsar niðurstöður úr skýrslu fyrrnefnds vinnuhóps og skipti þátttakendum í fjóra umræðuhópa sem störfuðu fram að hádegi.

Miklar umræður áttu sér stað í hópunum og það kom fljótt í ljós hversu fjölbreytilegt starf á sér stað innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi hvað varðar afreksíþróttir. Erfitt er að finna eina algilda skilgreiningu sem hentar fyrir allar íþróttagreinar og því má segja að niðurstaða flestra fundarmanna varð að ÍSÍ þyrfti að skilgreina þætti eins og afrek, árangur og stórmót með hverju sérsambandi fyrir sig.

Áfram verður unnið að skilgreiningum og hugmyndum sem snúa að reglum Afrekssjóðs ÍSÍ og afreksstarfi á Íslandi. Verður annar vinnufundur haldinn miðvikudaginn 29. mars nk. þar sem áfram verður rætt um Afreksstefnu ÍSÍ og þær tillögur sem tengjast afreksíþróttum og þurfa umræðu á Íþróttaþingi ÍSÍ 2017.

Myndir með frétt