Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Haukur sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

24.03.2017

Ársþing Taekwondosambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 22. mars 2017. Fram kom á fundinum að fjárhagsstaða sambandsins er afar góð og hefur skapast tækifæri til að styrkja enn frekar umgjörð íþróttarinnar á Íslandi.

Örn Helgason var einróma kjörinn nýr formaður sambandsins en hann tekur við af Hauki Skúlasyni sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs eftir tveggja ára setu í stóli formanns. Ný inn í stjórn sambandsins voru kjörin Margrét Halldórsdóttir og Davíð Hermann Brandt en tveir stjórnarmenn luku kjörtímabili sínu og gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Það voru þeir Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson og Andri Geir Níelsson.

Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ sótti þingið og sæmdi Hauk Skúlason, fráfarandi formann sambandsins, Silfurmerki ÍSÍ við þetta tækifæri.