Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Benedikt Jóhannsson sæmdur Silfurmerki ÍSÍ

03.04.2017

Ársþing Ungmennasambands Austurlands var haldið í Grunnskólanum á Reyðarfirði 2. apríl síðastliðinn í umsjón Umf. Vals. Til þingsins mættu um 60 þingfulltrúar frá 24 félögum auk gesta. Gunnar Gunnarsson var endurkjörinn formaður en auk hans eru Jósef Auðunn Friðriksson, Auður Vala Gunnarsdóttir, Pálína Margeirsdóttir og Benedikt Jónsson í stjórn sambandsins. Í varastjórn sitja Þórir Steinn Valgeirsson, Guðbjörg Agnarsdóttir og Hlöðver Hlöðversson.
Starf sambandsins var með nokkuð hefðbundnu sniði síðasta starfsár. Rekstur þess gekk vel og var bókfærður hagnaður 2,5 milljónir króna. Aðild þriggja nýrra félaga að UÍA var samþykkt á þinginu.
Átta einstaklingar sem starfað hafa dyggilega fyrir Ungmennafélagið Val á Reyðarfirði voru sæmdir starfsmerki UÍA á þinginu. Nánari upplýsingar um heiðranir og fréttir af þinginu er að finna á heimasíðu UÍA, www.uia.is.
Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu. Hann ávarpaði þingið og sæmdi Benedikt Jóhannsson fyrrverandi formann Umf. Austra á Eskifirði Silfurmerki ÍSÍ fyrir áratuga störf hans í þágu íþrótta á Austurlandi.
Næsta þing verður haldið á Borgarfirði eystri að ári í umsjón Umf. Borgarfjarðar.
Mynd: UÍA