Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Meistaradagar á RÚV

06.04.2017

ÍSÍ vekur athygli á Meistaradögum, sem hefjast á RÚV í dag kl.17:20. Um er að ræða mikla íþróttahátíð með nýju sniði þar sem keppt verður um Íslands- og bikarmeistaratitla í átta íþróttagreinum á þremur dögum.
Í dag fer fram Íslandsmót í hópfimleikum. Á morgun, föstudag, fer fram Íslandsmót í sundi. Á laugardag verða bikarúrslit liða í keilu, meistarar meistaranna í pílu, Íslandsmót í áhaldafimleikum og Íslandsmót í kraftlyftingum.

Á sunnudag lýkur keppni á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum og einnig fara fram Íslandsmótið í badminton og bikarúrslit í blaki.

Fylgstu með á RÚV.

Myndir með frétt