Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Frestun skila á starfsskýrslum til ÍSÍ

10.04.2017

Samkvæmt lögum ÍSÍ þá eiga öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ, íþróttahéruð og sérsambönd að skila starfsskýrslum í gegnum Felix, félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ, fyrir 15. apríl ár hvert.
Í ljósi þess að í ár er skýrslum skilað í gegnum nýtt kerfi og að skilafrestur lendir á páskum þá hefur verið ákveðið að lengja frestinn um einn mánuð eða til 15. maí næstkomandi.

Aðstoð við skýrsluskil veitir Elías Atlason verkefnastjóri Felix, sími 5144000 og netfang elias@isi.is