Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Fararstjóranámskeið ÍSÍ

12.05.2017

Í vikunni bauð ÍSÍ upp á fararstjóranámskeið sem var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Farið var yfir helstu þætti sem hafa þarf í huga og falla undir verkefni fararstjóra í íþróttaferðum, bæði innanlands og utan. Dæmi um efnistök er samvinna þjálfara og fararstjóra, hvaða gögn fararstjóri þarf að halda utan um og hafa meðferðis, viðbrögð við agabrotum og óvæntum atburðum o.fl. Fararstjóranámskeiðin hafa verið haldin reglulega í þó nokkurn tíma og víða um land.

Um 40 manns sóttu námskeiðið að þessu sinni í umsjón Gústafs Adólfs Hjaltasonar.

Í febrúar hélt Gústaf námskeið í fararstjórn í Vestmannaeyjum og sóttu 20 manns námskeiðið.