Breytingar hjá HSÍ
18.05.2017
Þær breytingar urðu á starfsliði Handknattleikssambands Íslands 1. maí síðastliðinn að Einar Þorvarðarson hætti sem framkvæmdastjóri sambandsins og Róbert Geir Gíslason, sem starfað hefur á skrifstofu HSÍ frá árinu 2003, tók við starfinu.
HSÍ hefur ákveðið að efla til muna afreksstarf sambandsins og var Einar Þorvarðarson ráðinn í nýtt starf afreksstjóra HSÍ, til að móta og fylgja eftir afreksstefnu sambandsins.
ÍSÍ óskar Róberti Geir og Einari innilega til hamingju með nýju stöðurnar og óskar þeim velfarnaðar í starfi.