Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

Aukin fagmennska í hópíþróttum

19.05.2017

Fimmtudaginn 18. maí bauð ÍSÍ upp á hádegisfund þar sem dr. Viðar Halldórsson kynnti rannsókn sína á því hvers vegna íslensk A-landslið í hópíþróttum hafa náð jafn langt á alþjóðlegum vettvangi sl. ár og raun ber vitni. Niðurstöður má helst skýra með menningarlegum sérkennum annars vegar og aukinni fagmennsku hins vegar. Íslendingar nálgist íþróttir sem leik og skemmtun og leikmenn líti á liðsfélaga í landsliðinu sem vini sína. Þar að auki hafi á síðustu árum bæst við aukin fagmennska á öllum sviðum íþrótta með tilkomu erlendra þjálfara, bættrar þjálfaramenntunar og með tilkomu internetsins sé auðveldara að verða sér úti um aukna þekkingu. Þarna er komin blanda af leikgleði, stemningu og vinskap en einnig aga og fagmennsku.

Góð mæting var á hádegisfundinn og ágætar umræður sköpuðust. Í lok fundar bauðst fundarmönnum að kaupa nýútkomna bók Viðars: Sport in Iceland. How Small Nations Achieve International Success.

Fundinn má sjá hér í heild sinni á Vimeo-síðu ÍSÍ.

Myndir með frétt