Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Ólafur Már endurkjörinn formaður DSÍ

21.05.2017

Ársþing Danssamband Íslands var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 18. maí síðastliðinn. Ársreikningar voru samþykktir einróma en hagnaður af rekstri sambandsins var með ágætum. Í fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir útbreiðsluverkefni í samráði við aðildarfélög og verður sett í verkefnið veglegt fjármagn. Ólafur Már Heinsson var endurkjörinn formaður sambandsins. Tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára, þau Jóhann Gunnar Arnarsson og Linda Hreiðarsdóttir. Hauður Helga Stefánsdóttir og Kjartan Birgisson voru kjörin varamenn til eins árs. Undir liðnum önnur mál voru góðar umræður um mótamál, aðild að alþjóðlegum samtökum og verkefni komandi starfsárs. 

Garðar Svansson var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og var jafnframt þingforseti.