Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
17

Undirritun samstarfssamninga við Ólympíufjölskyldu ÍSÍ

22.05.2017Fulltrúar ÍSÍ, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, og fulltrúar nýrrar Ólympíufjölskyldu skrifuðu undir samstarfssamninga kl.17:00 mánudaginn 22. maí.

Íslandsbanki dró sig út úr samstarfinu á árinu 2016 en samningar tókust við Arion banka. ÍSÍ ákvað að fjölga um eitt fyrirtæki í Ólympíufjölskyldunni og lá beinast við að leita til Toyota á Íslandi um samstarf í kjölfar samninga Alþjóðaólympíunefndarinnar við Toyota International.

Það er ÍSÍ mikil ánægja að kynna nýja Ólympíufjölskyldu ÍSÍ til leiks fyrir yfirstandandi ólympíuöðu. Fyrirtækin í Ólympíufjölskyldu ÍSÍ 2017-2020 eru: Arion banki, Icelandair, Sjóvá, Toyota og Valitor sem mynda Ólympíufjölskyldu ÍSÍ. Ólympíufjölskyldan hefur til margra ára stutt dyggilega við bakið á ÍSÍ og íslenskri íþróttahreyfingu, með það að markmiði að efla íslenskt íþróttalíf og þátttöku Íslands á erlendum vettvangi.


Upplýsingar um Smáþjóðaleikana 2017

Smáþjóðaleikarnir 2017 verða haldnir í San Marínó dagana 29. maí til 3. júní nk. San Marínó er örríki, landlukt innan Ítalíu með um 32 þúsund íbúum. Alls verða nærri 1.000 þátttakendur á leikunum. Setningarhátíð Smáþjóðaleikanna fer fram kvöldið 29. maí og hefst keppni daginn eftir. Lokahátíðin fer fram kvöldið 3. júní.

ÍSÍ sendir tæplega 200 manns til leikanna, þar af 136 keppendur. Af keppendum eru 73 karlar og 63 konur.

Í dag, 22. maí 2017, fór fram síðasti undirbúningsfundurinn með íslensku þátttakendunum fyrir leika. Farið var yfir þau atriði sem huga þarf að hvað varðar þátttöku Íslands á leikunum. Þátttakendur fengu fatnað sinn afhendan, en þeir munu klæðast fatnaði frá Peak á meðan á leikunum stendur.

Hugmyndina um íþróttakeppni smáþjóða Evrópu má rekja aftur til ársins 1981. Það var útbreidd skoðun að íþróttakeppni þar sem smáþjóðir öttu kappi saman gæti orðið til þess að efla anda og hugsjón ólympíuhreyfingarinnar og treysta jafnframt vináttubönd þjóðanna.

Þátttökurétt á Smáþjóðaleikum eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón. Þessar þjóðir eru: Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborg, Malta, Mónakó, San Marínó og Svartfjallaland. Þess má geta að Svartfjallaland bættist ekki í hópinn fyrr en árið 2013.

Smáþjóðaleikarnir fara fram á tveggja ára fresti í einu af löndunum níu. Þeir voru fyrst haldnir í San Marínó árið 1985, en síðan hafa þeir verið haldnir í Mónakó (1987), Kýpur (1989), Andorra (1991), Möltu (1993), Lúxemborg (1995), Íslandi (1997), Liechtenstein (1999), San Marínó (2001), Möltu (2003), Andorra (2005), Mónakó (2007), Kýpur (2009), Liechtenstein (2011), Lúxemborg (2013), Íslandi (2015) og þeir 17. verða haldnir í San Marínó árið 2017.

Vefsíða Smáþjóðaleikanna 2017 er sanmarino2017.sm

Nánari upplýsingar um Smáþjóðaleikana veitir Örvar Ólafsson, orvar@isi.is, 514-4000.

Fleiri myndir frá viðburðinu má sjá á myndasíðu ÍSÍ.

Myndir með frétt