Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
15

GSSE 2017: Blaklandsliðin farin til San Marínó

26.05.2017

Smáþjóðaleikarnir hefjast í San Marínó 29. maí og standa til 3. júní.

Landsliðin í blaki og landsliðin í strandblaki eru bæði farin utan. Kvennalandsliðið í blaki er í Varsjá í Póllandi og spilar þar í 2. umferð í undankeppni HM. Karlalandsliðið í blaki er í Lyon í Frakklandi og spilar þar í 2. umferð á HM í blaki. Á meðfylgjandi myndum má sjá blaklandsliðin.

Landsliðið í strandblaki lagði af stað til Spánar í gær þar sem þau taka þátt í æfingamóti á leið sinni til San Marínó. Á myndinni sem fylgir má sjá hópinn ferðbúinn.

894 keppendur eru skráðir til þátttöku á Smáþjóðaleikunum, þar af 526 karlar og 368 konur. Samtals eru þátttakendur á Smáþjóðaleikunum í ár í kringum 1400 manns, það eru fararstjórar, flokksstjórar, gestir og aðrir sem að hópunum koma.

Setningarhátíðin verður haldin kvöldið 29. maí og lokahátíðin 3. júní.

Ráðist var í gerð á smáforriti fyrir Smáþjóðaleikana 2017. Þar er hægt að fylgjast með úrslitum í öllum íþróttagreinum á meðan á leikunum stendur ásamt fleiru. Smáforritið má sjá hér.

Hér má sjá vefsíðu leikanna.

Myndir með frétt