Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
5

Ársþing ÍHÍ 2017

31.05.2017

Ársþing Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) var haldið laugardaginn 27. maí síðastliðinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Viðar Garðarsson flutti skýrslu stjórnar. Fráfarandi gjaldkeri ÍHÍ, Jón Þór Eyþórsson, fór yfir fjármál ÍHÍ og ársreikningar voru samþykktir. Á þinginu var farið yfir sögu ÍHÍ, helsti árangur rifjaður upp, landsliðsverkefni rædd, farið yfir samskipti við Alþjóðaíshokkísambandið og þá möguleika sem framtíðin getur fært íþróttinni.

Samþykktar voru nokkrar breytingar á reglugerðum ÍHÍ og verður hægt að skoða þær á vefsíðu sambandsins innan skamms.

Viðar Garðarsson gaf ekki kost á sér áfram í embætti formanns þar sem hann hefur nú tekið sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Hann þakkaði fyrir öll árin sem hann hefur stýrt sambandinu. Nýr formaður var kjörinn Árni Geir Jónsson. Aðrir í stjórn ÍHÍ eru: Helgi Páll Þórisson, Björn Davíðsson, Sigurður Sigurðsson og Guðrún Kristín Blöndal. Í varastjórn sitja: Arnar Þór Sveinsson, Óli Þór Gunnarsson og Þórhallur Viðarsson.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Árni Geir Jónsson afhenti Viðari Garðarssyni blómvönd í lok íshokkíþings.