GSSE 2017: Karlalandsliðið í körfubolta sigraði
Það var mikil stemmning hjá áhorfendum í körfuboltahöllinni í kvöld þegar karlalandslið San Marínó mætti karlalandsliði Íslands. Ísland sigraði með 42 stigum, 95:53.
Stigahæstur í íslenska liðinu var Tryggvi Snær Hlinason. Hann skoraði 15 stig og tók 10 fráköst. Kristófer Acox skoraði 13 stig, Jón Axel Guðmundsson 11, Kári Jónsson 10, Matthías Orri Sigurðarson 9, Þórir Þorbjarnarson 9, Pétur Rúnar Birgisson 7, Kristinn Pálsson 7, Ólafur Ólafsson 6, Gunnar Ólafsson 4, Maciej Baginski 3 og Emil Karel Einarsson 1.
Íslenska liðið er með einn sigur og eitt tap á Smáþjóðaleikunum, en Ísland tapaði fyrir Kýpur í fyrsta leik í gær. Ísland leikur gegn Andorra á morgun.
Kvennalandsliðið í körfubolta spilaði sinn fyrsta leik á Smáþjóðaleikunum í dag. Ísland tapaði fyrir Möltu 68:49.
Stigahæst í íslenska liðinu var Hildur Björg Kjartansdóttir með 13 stig, Sigrún Sjöfn Ámundardóttir og Emilía Ósk Gunnarsdóttir skoruðu 7 stig hvor og Sara Lind Þrastardóttir skoraði 6.